Golf

Guðrún Brá með tveggja högga forskot fyrir lokahringinn

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Guðrún Brá tekur hér upphafshögg.
Guðrún Brá tekur hér upphafshögg. Vísir/Stefán
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, leiðir fyrir lokahringinn á Borgunarmótinu á Eimskipsmótaröðinni en hún er með tveggja högga forskot á Signýju Arnórsdóttir úr GK.

Mótið er fyrsta mótið í „final four“ úrslitakeppninni sem er nýung á Eimskipsmótaröðinni 2016 en leikið er um Hvaleyrarbikarinn.

Guðrún Brá lék fyrri níu holurnar á tveimur höggum yfir pari en krækti í fugl á tíundu holu. Hún fylgdi því eftir með pari á næstu fjórum holum en fékk tvo skolla á seinustu fjórum.

Signý sem náði sér ekki á strik á fyrsta degi fékk byrjaði daginn vel og var á einu höggi undir pari á fyrri níu.

Eftir þrjú pör í röð fékk hún tvöfaldan skolla á 13. holu en fékk par á næstu fimm holur og lauk leik á einu höggi yfir pari.

Berglind Björnsdóttir úr GR sem var einu höggi á eftir Guðrúnu eftir fyrsta dag náði sér ekki á strik í dag. Lauk hún leik á sex höggum yfir pari með sjö skolla og einn fugl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×