Sport

Guðni Valur tók silfrið á Kanarí

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðni Valur tryggði sér silfrið í sjötta og síðasta kasti.
Guðni Valur tryggði sér silfrið í sjötta og síðasta kasti. vísir/andri marinó
Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason, ÍR, lenti í 2. sæti í U-23 ára flokki á Vetrarkastmóti Evrópu sem fer fram á Kanaríeyjum um helgina.

Guðni Valur, sem er 21 árs, tryggði sér silfurverðlaunin með því að kasta kringlunni 59,33 metra í sínu síðasta kasti.

Alin Alexandru Firdirica frá Rúmeníu vann gullið með kasti upp á 59,62 metra.

Guðni Valur gerði ógilt í fyrstu tveimur köstum sínum. Í þriðju tilraun kastaði hann 58,23 metra. Næsta kast var svipað langt, eða 58,20 metrar.

Fimmta kast Guðna Vals var ógilt en það sjötta tryggði honum silfrið eins og áður sagði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×