Innlent

Guðni Th. sendir Ítölum samúðarkveðju

Atli Ísleifsson skrifar
Vel á þriðja hundruð manna fórust í skjálftanum.
Vel á þriðja hundruð manna fórust í skjálftanum. Vísir/AFP
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur sent forseta Ítalíu samúðarkveðju sína og íslensku þjóðarinnar í tilefni af hinum mannskæðu jarðskjálftum í landinu.

Í bréfi forsetans segir að þessar hörmungar minni okkur öll á ofurkraft náttúruafla en jafnframt á þau gildi sem birtist í framgöngu sjálfboðaliða og björgunarsveita sem nú komi fórnarlömbum til hjálpar.

„Myndin af hinum fagra bæ Amatrice, sem nú markist af sorg og rústum, muni lifa í minningu Íslendinga,“ segir í tilkynningu frá forsetaembættinu.


Tengdar fréttir

Gríðarlegar skemmdir eftir jarðskjálfta

Jarðskjálftinn á Ítalíu kostaði meira en 120 manns lífið hið minnsta, en óttast var að tala látinna ætti eftir að hækka. Margra var enn saknað í gær. Leitað var í rústum húsa í von um að finna fólk þar á lífi. Hundruð eftirskj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×