Innlent

Guðni Th. kíkti í VIP-herbergið í Nice

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Eliza Reid, Guðni Th. Jóhannesson, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff í Nice á mánudag.
Eliza Reid, Guðni Th. Jóhannesson, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff í Nice á mánudag. vísir/vilhelm
Guðni Th. Jóhannesson nýkjörinn forseti áréttar í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld að hann geti verið á meðal almennra stuðningsmanna íslenska landsliðsins í stúkunni á EM vegna þess að hann sé ekki enn búinn að taka við embætti forseta Íslands.

Nokkuð hefur verið fjallað um það í fjölmiðlum hér heima sem og erlendis að Guðni sé ekki í svokallaðri VIP-stúku, eða heiðursstúku, líkt og Ólafur Ragnar Grímsson, heldur með stuðningsmönnunum á þeim leikjum sem hann hefur farið á eða mun fara á á EM.

Guðni var í Nice á mánudag og verður í París á sunnudag en vegna umræðunnar um hvar hann situr segir hann: 

„Eftir embættistöku 1. ágúst verð ég að sjálfsögðu að sætta mig við allar siðareglur og öryggiskröfur gestgjafa þegar ég sæki viðburði á þeirra vegum. Úti í Nice náði ég að blanda þessu tvennu saman, fékk að líta inn í VIP-herbergið að leik loknum og blanda þar geði við góða gesti og gestgjafa. Hver veit nema það verði eins í París :)“

Færslu Guðna má sjá í heild hér að neðan.  


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×