FIMMTUDAGUR 23. MARS NÝJAST 07:35

Kannabisrćktun stöđvuđ í Ţingahverfi

FRÉTTIR

Guđni skiptir buffinu út fyrir mislita sokka

 
Lífiđ
11:26 19. MARS 2017
Alţjóđlegi Downs-dagurinn er á ţriđjudaginn og Forseti Íslands sýnir samstöđu.
Alţjóđlegi Downs-dagurinn er á ţriđjudaginn og Forseti Íslands sýnir samstöđu. MYND/DOWNS FÉLAGIĐ

Alþjóðlegi Downs-dagurinn er nú á þriðjudaginn, en þann dag hefur þótt til siðs að ganga í mislitum sokkum undanfarin ár og sýna þannig samstöðu með fólki með Downs-heilkennið um heim allan.

Downs félagið á Íslandi hvetur Íslendinga til þess að taka þátt í færslu á Facebook-síðu félagsins í dag og birtir af því tilefni mynd af spenntum þátttakanda – sjálfum Forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni.

„Hann er með puttann á púlsinum,“ segir Þórdís Ingadóttir, formaður Downs félagsins um forsetann. Hún segir það æðislegt að fá sjálfan þjóðhöfðingjann til að taka þátt í að fagna margbreytileikanum.

Klæðaburður Guðna Th. hefur áður vakið athygli, til að mynda þegar hann deildi mynd af sér með buff á höfði við afhjúpun á upplýsingaskilti á Bessastöðum. Þótti þá mörgum stíll forsetans hálfbarnalegur en það kom á daginn að þá, líkt og nú, var flíkin valin með gott málefni í huga; buffið var framleitt og selt af Alzheimer-samtökunum.

Það er í það minnsta morgunljóst að nýr forseti er óhræddur við að bregða út af vananum í klæðaburði, sérstaklega ef hann getur vakið athygli á góðum málstað í leiðinni.

Downs félagið hvetur fólk til þess að deila myndum af sér á Instagram í mislitum sokkum með merkjunum #downsfelag og #downsdagurinn. Myndirnar munu birtast á stórum skjá í veislu félagsins í Laugardal á þriðjudaginn.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ

TAROT DAGSINS

Dragđu spil og sjáđu hvađa spádóm ţađ geymir.
Forsíđa / Lífiđ / Lífiđ / Guđni skiptir buffinu út fyrir mislita sokka
Fara efst