Erlent

Guðni og Putin funda í Arkhangelsk

Samúel Karl Ólason skrifar
Sauli Niinisto, Vladimir Putin og Guðni Jóhannesson.
Sauli Niinisto, Vladimir Putin og Guðni Jóhannesson. Vísir/AFP
Guðni Jóhannesson, forseti Íslands, er nú staddur á Arctic Forum ráðstefnu í Arkhangelsk í Rússlandi. Þar fundar hann meðal annars með Vladimir Putin, forseta Rússlands, og Sauli Niinisto, forseta Finnlands, um málefni norðurskautsins.

Í máli sínu byrjaði Guðni á að ræða um aðdáun sína á Rússlandi og rússneska tungumálinu. Hann talaði um góða rússneska vini sína og og hefur hann nokkrum sinnum gripið til þess að tala rússnesku.

Guðni beindi einnig athyglinni að hækkandi sýrustigi sjávarins og hve mikið plast má finna í sjónum. Ef ekkert yrði gert myndi það enda með því að meira plast mætti finna í sjónum en fisk.

Þetta er í fyrsta sinn sem Guðni hittir Putin. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands er einnig á ráðstefnunni.

Að ráðstefnunni koma erindrekar frá Íslandi, Rússlandi, Finnlandi, Bretlandi, Kína, Bandaríkjunum, Þýsklandi og víðar. Um tvö þúsund manns taka þátt í ráðstefnunni, sem er nú haldin í fjórða sinn í Arkhangelsk.

Guðni á fundi í Arkhangelsk í gær. Bein útsending frá ráðstefnunni sjálfri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×