Innlent

Guðni mun hitta Vladimir Putin

Anton Egilsson skrifar
Guðni Th. Jóhannesson og Vladimir Putin taka þátt í pallborðsumræðum á ráðstefnunni  The Arctic: Territory of Dialogue.
Guðni Th. Jóhannesson og Vladimir Putin taka þátt í pallborðsumræðum á ráðstefnunni The Arctic: Territory of Dialogue. Vísir/Ernir
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mun hitta Vladimir Putin, forseta Rússlands, í lok þessa mánaðar. Guðni og Putin munu þá báðir taka þátt í pallborðsumræðum á ráðstefnu í borginni Arkhangelsk í Rússlandi.

Greint er frá því á vef RÚV að Guðni muni ásamt Putin og Sauli Niinisto, forseta Finnlands, taka þátt í pallborðsumræðum á ráðstefnunni The Arctic: Territory of Dialogue.  

Þá er jafnframt í rússlenskum miðlum haft eftir Dmitry Peskov, talsmanni Putin, að Putin segist gera ráð fyrir því að eiga fund með Guðna að pallborðsumræðunum loknum. 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×