Íslenski boltinn

Guðni: Enn meiri pólitík en maður átti von á

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðni Bergsson er nýr formaður KSÍ.
Guðni Bergsson er nýr formaður KSÍ. vísir/e.stefán
„Ég er rétt að taka þetta inn. Ég er fullur þakklætis og auðmýktar að hafa verið kjörinn. Þetta er mikill ábyrgðarhluti og ég hlakka mikið að starfa með öllu þessu frábæra fólki sem vinnur innan hreyfingarinnar,“ sagði Guðni Bergsson, nýkjörinn formaður KSÍ, í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Guðni hafði betur í baráttu við Björn Einarsson á 71. ársþingi KSÍ. Guðni fékk 83 atkvæði í formannskjörinu en Björn 66 atkvæði.

Guðni sagði að kosningabaráttan hefði verið snörp og pólitísk.

„Ég vil líka þakka Birni Einarssyni fyrir drengilega og snarpa kosningabaráttu og auðvitað Geir Þorsteinssyni fyrir hans frábæru störf undanfarna mánuði,“ sagði Guðni.

En var kosningabaráttan öðruvísi en hann bjóst við?

„Ég veit það ekki. Ég hef ekki verið í mörgum svona kosningabaráttum. Þetta var kannski enn meiri barátta og pólitík heldur en maður átti von á. En það er kannski ekkert óeðlilegt miðað við það hvað knattspyrnan er umfangsmikil í landinu,“ sagði Guðni ennfremur.


Tengdar fréttir

Geir heiðraður af ÍSÍ og UEFA

Geir Þorsteinsson, fráfarandi formaður KSÍ, var í dag sæmdur gullmerki ÍSÍ á 71. ársþingi KSÍ sem nú stendur yfir í Vestmannaeyjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×