Handbolti

Guðmundur velur sinn fyrsta landsliðshóp

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hans Lindberg er á sínum stað í danska landsliðinu.
Hans Lindberg er á sínum stað í danska landsliðinu. Vísir/AFP
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Danmerkur, hefur valið 20 leikmenn í æfingahóp fyrir leiki gegn Litháen og Bosníu í undankeppni EM 2016.

Leikirnir fara fram 30. október og 2. nóvember, en danska liðið mun dvelja við æfingar í Silkeborg. Guðmundur mun fækka um einn leikmann í hópnum fyrir leikina í undankeppninni.

Guðmundur valdi m.a. hinn 39 ára gamla varnarmann Kasper Nielsen, sem gekk nýverið til liðs við Füsche Berlin.

Helsta stjarna Dana, Mikkel Hansen, verður ekki með vegna verkefna með félagsliði sínu, en það sama á við Morten Olsen og Jesper Nøddesbo.

Danski hópurinn er þannig skipaður:

Markmenn:

Niklas Landin, Rhein-Neckar Löwen

Jannick Green, SC Magdeburg

Søren Rasmussen, Bjerringbro-Silkeborg

Línumenn:

René Toft Hansen, THW Kiel

Henrik Toft Hansen, HSV Hamburg

Jacob Bagersted, SC Magdeburg

Hornamenn:

Lasse Svan Hansen, SG Flensburg-Handewitt

Hans Lindberg, HSV Hamburg

Casper U. Mortensen, SønderjyskE

Anders Eggert, SG Flensburg-Handewitt

Útileikmenn:

Kasper Søndergaard, Skjern Håndbold

Mads Christiansen, Bjerringbro-Silkeborg

Mads Mensah Larsen, Rhein-Neckar Löwen

Henrik Møllgaard, Skjern Håndbold

Nikolaj Markussen, Skjern Håndbold

Lasse Kronborg, GOG

Bo Spellerberg, KIF Kolding København

Michael Damgaard, Team Tvis Holstebro

Kasper Nielsen, Füchse Berlin


Tengdar fréttir

Góðar fréttir fyrir Guðmund

René Toft Hansen, línumaðurinn sterki, gefur kost á sér í danska landsliðið í handbolta á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×