Handbolti

Guðmundur skoraði tvö en Róbert Aron komst ekki á blað

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Róbert Aron Hostert fór í atvinnumennsku eftir síðasta tímabil með ÍBV.
Róbert Aron Hostert fór í atvinnumennsku eftir síðasta tímabil með ÍBV. vísir/stefán
Guðmundur Árni Ólafsson, Róbert Aron Hostert og félagar þeirra í Mors-Thy þurftu að sætta sig við tveggja marka tap gegn Århus, 28-26, á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Heimamenn voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15-13, og marki yfir, 22-21, þegar korter var eftir, en gestirnir voru sterkari á lokasprettinum og tryggðu sér sigurinn.

Hornamaðurinn Guðmundur Árni skoraði þrjú mörk úr fjórum skotum fyrir Mors-Thy, en Róbert Aron sem gekk í raðir liðsins frá ÍBV í sumar komst ekki á blað þrátt fyrir tvær skottilraunir.

Árósarliðið er á toppnum ásamt Álaborg og KIF Kolding með sjö stig, en Mors-Thy er við botninn með tvö stig eftir einn sigur í fimm leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×