Fótbolti

Guðmundur og félagar máttu þola stórtap | Hólmar lék sinn fyrsta leik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðmundur Kristjánsson lék allan leikinn fyrir Start í dag.
Guðmundur Kristjánsson lék allan leikinn fyrir Start í dag. Heimasíða Start
Fimm leikir fóru fram í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Odd Grenland bar sigurorð af Start á heimavelli með fjórum mörkum gegn einu. Espen Børufsen kom Start yfir á 12. mínútu, en Odd Grenland tryggði sér sigurinn með fjórum mörkum í seinni hálfleik. Gamla brýnið Frode Johnsen skoraði tvö mörk og varamennirnir HåvardStorbæk og Bentley sitt markið hvor.

Guðmundur Kristjánsson lék allan leikinn fyrir Start sem situr í 11. sæti deildarinnar með 22 stig.

Guðmundur Þórarinsson var á sínum stað í byrjunarliði Sarpsborg 08 sem tapaði með tveimur mörkum gegn engu fyrir Rosenborg á útivelli. Alexander Søderlund, fyrrverandi leikmaður FH, skoraði bæði mörk Rosenborg. Hólmar Örn Eyjólfsson kom inn á undir lokin og lék sinn fyrsta leik fyrir Rosenborg.

Lillestrøm vann 0-1 sigur á Sogndal á útivelli. Marius Amundsen skoraði sigurmarkið mínútu fyrir leikslok.

Pálmi Rafn Pálmason lék allan leikinn fyrir Lillestrøm og Hjörtur Logi Valgarðsson gerði slíkt hið sama fyrir Sogndal.

Þá vann topplið Molde stórsigur, 5-0, á Aalesund á heimavelli og Bodø/Glimt hafði betur gegn Haugesund, 1-2, á útivelli.


Tengdar fréttir

Tvö mörk Viðars dugðu ekki til sigurs

Viðar Örn Kjartansson skoraði tvö mörk fyrir Vålerenga sem gerði 3-3 jafntefli við Brann í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×