MÁNUDAGUR 27. MARS NÝJAST 16:50

Juraj Grizelj til Keflavíkur

SPORT

Guđmundur međ Dani í milliriđil eftir nauman sigur

 
Handbolti
20:48 18. JANÚAR 2016
Guđmundur er kominn međ danska liđiđ í milliriđla.
Guđmundur er kominn međ danska liđiđ í milliriđla. VÍSIR/AFP

Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í danska landsliðinu komust í milliriðla á EM 2016 í handbolta í kvöld með naumum sigri á Svartfjallalandi, 30-28.

Danska liðið vann Rússa í fyrsta leik, 31-25, en það er eitt af sigurstranglegri liðum mótsins. Danir lentu þó í miklum vandræðum í kvöld.

Danir byrjuðu betur og voru einu marki yfir eftir tíu mínútur, 5-4, en þá tóku Svartfellingar frumkvæðið og voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 16-14.

Flestir bjuggust við því að Danir myndi stinga Svartfellinga af í seinni hálfleik og það stefndi í eitthvað slíkt þegar lærisveinar Guðmundar skoruðu fyrstu þrjú mörkin og komust í 17-16.

En svartfellska liðið gafst ekki upp og gaf stjörnum prýddum meistaraefnum danska liðsins ekkert eftir. Þegar seinni hálfleikur var hálfnaður var jafnt, 25-25.

Guðmundur Guðmundsson var ekki ánægður með sína menn og lét ofurstjörnuna Mikkel Hansen byrja á bekknum í seinni hálfleik. Hansen átti ekki góðan dag og skoraði aðeins tvö mörk í sjö skotum í fyrri hálfleik.

Þegar átta mínútur voru eftir tók Danmörk aftur frumkvæðið í leiknum með marki línumannsins Jespers Nöddesbo, en hann kom Dönum þá í 27-26. Nöddesbo kom Danmörku svo í 29-28 og tveimur mínútum fyrir leikslok gekk Henrik Töft Hansen frá sigrinum með 30. marki danska liðsins. Lokatölur, 30-28.

Vinstri hornamaðurinn Anders Eggert var markahæstur Dana með sex mörk úr sjö skotum en hjá Svartfjallalandi skoraði Nemanja Grbovic sjö mörk úr sjö skotum.

Danmörk mætir Ungverjalandi í lokaumferð D-riðils og tekur fjögur stig með sér í milliriðla með sigri þar.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Guđmundur međ Dani í milliriđil eftir nauman sigur
Fara efst