Viðskipti innlent

Guðmundur í Nesi með 450 milljóna farm eftir eina veiðiferð

Frystitogarinn Guðmundur í Nesi, sem er í eigu Brims, kom til hafnar seint í gærkvöldi með verðmætasta farm sem íslenskt fiskiskip hefur fengið í einni samfelldri veiðiferð til þessa.

Farmurinn eftir 30 daga á sjó er 580 tonn í heild, þar af rúmlega 490 tonn af grálúðu. Verðmæti hans er 450 milljónir króna eða sem svarar til 15 milljóna króna á dag. Ekki þurfti að sækja þennan farm langt því grálúðan fékkst á Hampiðjutorginu undan Vestfjörðum.

Löndun úr togarnum hefst fyrir hádegið í dag en þess má geta að allur farmurinn er þegar seldur enda mikil eftirspurn eftir grálúðu á mörkuðum heimsins um þessar mundir.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×