Handbolti

Guðmundur í góðri stöðu gegn Patreki

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar hafa átta marka forskot gegn Patreki Jóhannessyni og lærisveinum hans í Austurríki, 35-27.

Þetta var fyrri leikur liðanna í umspili um sæti á HM í Frakklandi í janúar á næsta ári, en Guðmundur hafði betur í Íslendingaslagnum í kvöld.

Danirnir sem hafa verið fastagestir á stórmótum undanfarin ár og oftar en ekki gert góða hluti leiddu með þremur mörkum í hálfleik 15-12.

Glæsilegur endasprettur undir lok síðari hálfleiks gerir það að verkum að Danirnir fara til Austurríkis með átta marka forskot, en lokatölur urðu 35-27 í miklum markaleik.

Liðin mætast aftur í Austurríki á miðvikudaginn og það er ljóst að það er erfitt verkefni sem bíður Patreks og lærisveina á meðan Guðmundur og hans menn eru í góðri stöðu.

Kasper Søndergaard skoraði átta mörk fyrir Danmörku, en Anders Eggert skoraði sex mörk ásamt Casper Ulrich Mortensen.

Hjá Austurríki var Robert Weber markahæstur með sjö mörk, en Viktor Szilagyi skoraði sex mörk.


Tengdar fréttir

Svíþjóð og Rússar með stórsigra

Svíþjóð er í kjörstöðu eftir fyrri leikinn gegn Bosníu og Hersegóvínu um laust sæti á HM 2017 í Frakkland, en Svíþjóð vann átta marka sigur í dag, 27-19.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×