Innlent

Guðmundur Hörður hættir sem formaður Landverndar

Atli Ísleifsson skrifar
Guðmundur Hörður Guðmundsson tók við formennsku í Landvernd árið 2011.
Guðmundur Hörður Guðmundsson tók við formennsku í Landvernd árið 2011.
Guðmundur Hörður Guðmundsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku hjá Landvernd. Aðalfundur samtakanna fer fram þann 9. maí næstkomandi.

Guðmundur Hörður greindi frá ákvörðun sinni á Facebook-síðu sinni nú síðdegis. „Einhvers staðar stendur að hætta beri leik þá hæst stendur. Þess vegna hef ég ákveðið að gefa ekki aftur kost á mér til formennsku á aðalfundi Landverndar sem haldinn verður 9. maí næstkomandi.“

Guðmundur Hörður segir enn fremur að hann telji fjögur ár vera góðan tíma „í svona stússi“. Segir hann að nú opnist tækifæri fyrir fólk sem hefur áhuga á að stýra „einu stykki umhverfisverndarsamtökum í samvinnu við skemmtilegt og dugmikið fólk. Leitin að næsta formanni er hafin.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×