Handbolti

Guðmundur Hólmar: Verðum að mæta með sömu orku í vörnina

Arnar Björnsson skrifar
Akureyringurinn Guðmundur Hólmar Helgason stóð vaktina vel í vörninni gegn tröllvöxnum Spánverjum og hann fær að glíma við fljóta Slóvena í dag.

„Mér leið rosalega vel í baráttunni gegn Spánverjum. Við vorum hrikalega vel gíraðir í leikinn og búnir að undirbúa okkur virkilega vel. Þegar Bjöggi byrjar eins og hann gerði þá gefur það okkur mikið sjálfstraust,“ segir Guðmundur um Spánverjaleikinn og bætir við.

„Þetta eru margir að bestu handboltamönnum heims. Það er krefjandi að glíma við þá en líka mjög gaman.“

Tapið virtist ekki sitja mikið í okkar mönnum í gær sem voru komnir með fókusinn á Slóvenana.

„Við viljum fylgja eftir þessum fyrri hálfleik gegn Spáni. Slóvenska liðið er svipað Spánverjum að mörgu leyti. Ég held að við verðum að mæta með sömu orku í vörnina. Á sama tíma með agann í sókninni,“ segir Guðmundur en hann nýtur þess að spila með landsliðinu.

„Þetta er búið að vera hröð atburðarás hjá mér. Ég bjóst kannski ekki við því fyrir ári síðan að vera í þessum sporum en þetta eru forréttindi.“

Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×