Handbolti

Guðmundur búinn að velja Ólympíuhópinn | Aðeins tveir hornamenn

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Það er töluverð pressa á Guðmundi fyrir Ólympíuleikana í sumar.
Það er töluverð pressa á Guðmundi fyrir Ólympíuleikana í sumar. Vísir/Getty
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, tilkynnti í dag 14-manna leikmannahóp sinn fyrir Ólympíuleikana í Ríó en hann tekur aðeins tvo hornamenn með til Brasilíu.

Undirbúningurinn er hafinn á fullu en í dag eru aðeins þrjár vikur þar til flautað verður til leiks á Ólympíuleikunum.

Guðmundur valdi fjórtán leikmenn og einn leikmann til vara fyrir leikana en hálf-íslenski hornamaðurinn Hans Lindberg verður varamaður Guðmundar í Ríó.

„Það var erfitt að velja þennan hóp, það hafa allir barist fyrir sæti sínu og við höfum æft vel þar sem spilamennskan hefur verið frábær,“ sagði Guðmundur er hann tilkynnti valið er leikmannahópinn má sjá hér fyrir neðan.

Markmenn:

Niklas Landin, THW Kiel

Jannick Green, SC Magdeburg

Hornamenn:

Lasse Svan Hansen, SG

Casper U. Mortensen, TSV Hannover-Burgdorf

Aðrir leikmenn:

Henrik Toft Hansen, SG

Jesper Nøddesbo, FC Barcelona

René Toft Hansen, THW Kiel

Morten Olsen, TSV Hannover-Burgdorf

Mads Mensah Larsen, Rhein-Neckar Löwen

Mikkel Hansen, PSG Paris

Michael Damgaard, SC Magdeburg

Henrik Møllgaard, PSG Paris

Mads Christiansen, SC Magdeburg

Kasper Søndergaard, Skjern




Fleiri fréttir

Sjá meira


×