FIMMTUDAGUR 30. MARS NÝJAST 20:07

Sigurđur Egill međ ţrennu og Valsmenn međ fullt hús

SPORT

Guđmundur búinn ađ jafna sig af flensunni

 
Handbolti
23:15 23. JANÚAR 2016
Guđmundur hefur stýrt Dönum til sigurs í öllum ţremur leikjum ţeirra á EM í Póllandi.
Guđmundur hefur stýrt Dönum til sigurs í öllum ţremur leikjum ţeirra á EM í Póllandi. VÍSIR/AFP
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Dana, er kominn aftur á ferðina eftir veikindi.

„Ég hef það fínt, er frískur og klár í bátana. Ég hlakka til leiksins á morgun,“ sagði Guðmundur í samtali við TV 2 en Danir mæta Spánverjum í Wroclaw í milliriðli 2 annað kvöld.

„Þetta var smá flensa en ég var betri í morgun,“ bætti Guðmundur við.

Aðstoðarþjálfarinn Thomas Svensson er hins vegar lagstur í rúmið auk þess sem leikstjórnandinn Rasmus Lauge hefur fundið fyrir slappleika.

Danir fóru með fjögur stig upp í milliriðil 2 líkt og Spánn en leikurinn á morgun gæti ráðið miklu um framhaldið.

Danir eiga harma að hefna gegn Spánverjum en lærisveinar Guðmundar töpuðu naumlega fyrir þeim í 8-liða úrslitum á HM í Katar í fyrra.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Guđmundur búinn ađ jafna sig af flensunni
Fara efst