Handbolti

Guðmundur bætir danska riddarakrossinum við íslensku fálkaorðuna

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Guðmundur Guðmundsson er kominn með aðra orðu.
Guðmundur Guðmundsson er kominn með aðra orðu. vísir/getty
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Danmerkur í handbolta, var sæmdur riddarakrossi dönsku Dannebrogsorðunnar á dögunum en henni má líkja við íslensku fálkaorðuna. RÚV greinir frá.

Guðmundur gerði danska landsliðið að Ólympíumeistara í Ríó á síðasta ári en margir í Danmörku telja það merkasta íþróttaafrek þjóðarinnar. Hann er nú á útleið hjá danska landsliðinu.

Margrét Þórhildur Danadrottning sló Guðmund til riddarana fyrir tæpri viku síðan en í samtali við RÚV segir hann: „Auðvitað er þetta mikill heiður og ég er þakklátur fyrir þetta. Ég hef svo sem ekki verið að auglýsa þetta neitt, þetta er bara aðallega fyrir mig og er ákveðinn heiður og virðing.“

Þetta er önnur stóra orðan sem hann fær fyrir störf sín sem handboltaþjálfari en í ágúst árið 2008 var Guðmundur sæmdur íslensku fálkaorðunni fyrir að vinna silfur á Ólympíuleikunum í Peking.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×