Handbolti

Guðmundur: Ekki erfitt fyrir mig að mæta Íslandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar
Guðmundur stýrði Íslandi um árabil og vann tvenn verðlaun á stórmótum.
Guðmundur stýrði Íslandi um árabil og vann tvenn verðlaun á stórmótum. vísir/eva Björk
Guðmundur Guðmundsson breytti út af vananum og gaf ekki færi á viðtölum við einstaka fjölmiðla eftir blaðamannafund sinn á hóteli danska landsliðsins í Doha í gær.

Þjálfari danska liðsins sagðist þurfa að nýta allan þann tíma sem hann gæti til að undirbúa sína menn fyrir slaginn gegn Íslandi í dag.

„Það er ekki erfitt fyrir mig að mæta Íslandi,“ sagði hann á fundinum. „Þetta er handboltaleikur og ég einbeiti mér að því, sama hver andstæðingurinn er.“

Guðmundur vildi ekki gefa mikið um leikáætlun sína fyrir leikinn í kvöld enda augu allra íslenskra fjölmiðla á honum. Hann sagði þó að liðið hefði bætt sig mikið frá því í tapleiknum gegn Íslandi í Álaborg í upphafi mánaðarins.

Guðmundur lét af störfum sem þjálfari Íslands eftir Ólympíuleikana 2012 og Aron Kristjánsson tók við. Fréttablaðið spurði Guðmund hvað hefði breyst í leik íslenska liðsins undir stjórn Arons.

„Það er erfitt að segja og ég vil ekki fara út í nein smáatriði. Það er margt svipað, bæði í vörn og sókn, en hver þjálfari hefur sínar áherslur og Aron hefur þjálfað Ísland í tvö og hálft ár.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×