FÖSTUDAGUR 24. MARS NÝJAST 19:15

Bein sjónvarpsútsending: Undankeppni HM 2018

SPORT

Guđmundar- og Geirfinnsmáliđ: Skýrslutaka af vitnum í hérađsdómi í dag

 
Innlent
09:12 28. JANÚAR 2016

Skýrslutaka af vitnum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Skýrslutökunum er ætlað að byggja frekar undir skýrslu starfshóps innanríkisráðherra um málið.

Erfingjar þeirra Sævars Ciesielskis og Tryggva Rúnars Leifssonar skiluðu á síðasta ári umsögn um álit setts ríkissaksóknara í málinu til endurupptökunefndar. Sömuleiðis hafa þau Guðjón Skarphéðinsson, Erla Bolladóttir og Albert Klahn Skaftason skilað áliti. Þau hlutu öll dóma í Hæstarétti árið 1980.
Guðjón, Erla, Albert og erfingjar þeirra Sævars og Tryggva Rúnars vilja öll að málið verði tekið upp að nýju, en Kristján Viðar Viðarsson, sem einnig hlaut dóm, hefur ekki farið fram á endurupptöku. Sævar lést árið 2011 en Tryggvi Rúnar árið 2009.

Endurupptökunefnd hefur óskað eftir frekari gögnum sem starfshópur innanríkisráðherra um málið kunni að hafa aflað þegar hópurinn vann skýrsluna sem kynnt var árið 2013.

Davíð Þór Björgvinsson, lagaprófessor og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, er settur ríkissaksóknari í málinu.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Guđmundar- og Geirfinnsmáliđ: Skýrslutaka af vitnum í hérađsdómi í dag
Fara efst