Innlent

Guðlaugur Þór kjörinn varaformaður AECR

Bjarki Ármannsson skrifar
Guðlaugur tekur við af Ragnheiði Elínu Árnadóttur í samtökum evrópskra íhaldsmanna og umbótasinna.
Guðlaugur tekur við af Ragnheiði Elínu Árnadóttur í samtökum evrópskra íhaldsmanna og umbótasinna. Mynd/Sjálfstæisflokkurinn
Guðlaugur Þór Þórðarson, ritari Sjálfstæðisflokksins og þingmaður, var kjörinn varaformaður Evrópusamtaka íhaldsmanna og umbótasinna (AECR) á ráðsfundi samtakanna sem haldinn var í Winchester í Bretlandi um helginna.  Tekur hann við af Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem verið hefur varaformaður undanfarin fjögur ár. Sigríður Ásthildur Andersen þingmaður var kjörin í ráð samtakanna.

Guðlaugur Þór hefur setið í ráði AECR undanfarin fjögur ár. Hann tók sem formaður SUS árið 1993 jafnframt þátt í stofnun Ungra evrópskra íhaldsmanna (European Young Conservatives), sem eiga í náinni samvinnu við AECR.

AECR varð til árið 2009 þegar Breski íhaldsflokkurinn sagði sig úr Evrópska þjóðarflokknum, samtökum hófsamra hægriflokka (EPP), vegna ágreinings um völd og ítök Evrópusambandsins. Sjálfstæðismenn hafa átt aðild að samtökunum frá því í nóvember 2011.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×