Fótbolti

Guðjón vill taka víkingaklappið í dag

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðjón í leik með Blasters.
Guðjón í leik með Blasters. indian super league
Guðjón Baldvinsson verður í eldlínunni með Kerala Blasters í indverska boltanum í dag en liðið á þá heimaleik gegn Chennaiyin.

Guðjón er í stuttu spjalli hjá félaginu á Twitter í dag þar sem hann er spurður út í sína upplifun í Indlandi og hjá félaginu.





„Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem til Indlands og þetta er búin að vera frábær reynsla hingað til. Það hefur verið vel tekið á móti mér,“ segir Guðjón og bætir við að í Indlandi sé allt öðruvísi en hann sé vanur. Það sé ánægjulegt og skemmtilegt.

Það er mjög heitt í Indlandi og því var fyrsti leikurinn alls ekki auðveldur fyrir okkar mann.

„Það var mjög heitt og ég náði ekki andanum eftir fimm mínútur. Ég varð að fá strax vatn að drekka. Ég trúði því ekki hvað það var heitt,“ sagði Guðjón en hann vonast eftir því að geta haldið uppi stemningunni á íslenskan hátt eftir leikinn í dag.

„Vonandi mæta sem flestir á leikinn og það væri ekki verra að geta tekið víkingaklappið fyrir framan fullan völl af fólki.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×