Fótbolti

Guðjón verður lærisveinn Ólafs

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðjón í leik með Halmstad.
Guðjón í leik með Halmstad. Mynd/HBK.se
Guðjón Baldvinsson hefur skrifað undir tveggja og hálfs árs samning við danska úrvalsdeildarliðið FC Nordsjælland. Samningurinn tekur gildi frá 1. janúar 2015.

Guðjón kemur frá sænska liðinu Halmstad BK sem hann hefur leikið með frá 2012. Guðjón hefur skorað 39 mörk í 110 leikjum með Halmstad.

Ólafur Kristjánsson, þjálfari Nordsjælland, segist í samtali við heimasíðu félagsins ánægður með að vera búinn að krækja í landa sinn:

„Við erum að fá eldfljótan og líkamlega sterkan leikmann sem vinnur vel fyrir liðið.“

Guðjón segist sömuleiðis vera ánægður með vistaskiptin:

„Ég er gríðarlega stoltur og ánægður með að vera að fara til FC Nordsjælland. Ég vona að ég geti bætt mig sem leikmaður og hjálpað liðinu að ná enn betri árangri.“

Guðjón, sem er uppalinn hjá Stjörnunni, hefur leikið fjóra landsleiki fyrir Íslands hönd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×