Handbolti

Guðjón Valur ræðir lífið í Barcelona á EHF TV

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson
Guðjón Valur Sigurðsson Skjáskot: EHFTV
Guðjón Valur Sigurðsson spilar með Barcelona í Meistaradeildinni í handbolta og íslenski landsliðsfyrirliðinn var tekinn í viðtal á EHF TV eftir flottan leik á móti Flensburg-Handewitt í síðustu umferð.

"Mig langaði alltaf að spila á Spáni og ég man vel eftir því þegar þjálfarinn minn Alfreð Gíslason sagði mér árið 2003 að ég yrði að fara einhvern tímann til Spánar að spila," sagði Guðjón Valur í viðtalinu.

„Það var alltaf markmiðið mitt að spila á Spáni og ég fékk mitt fyrsta tilboð frá spænsku liði árið 2000 en liðið mitt á Íslandi vildi ekki leyfa mér að fara. Ég elska það að vera á Spáni og langaði að læra tungumálið. Þegar ég fékk tilboðið frá Barcelona þá sagði ég við sjálfan mig að ég yrði að prófa þetta," sagði Guðjón Valur.

„Ég elska það að spila með Barcelona og að vera í þessum klúbbi en það þýðir þó ekki að ég hafi ekki kunnað vel mig hjá hinum félögunum sem ég hef spilað með. Ég var í tólf ár í Þýskalandi og kunni tungumálið og að gera allt sjálfur. Núna þarf ég hjálp með minnstu atriði. Þetta er öðruvísi fyrir mig og fjölskyldu mína og eins og er þá treystum við á hjálp frá klúbbnum og liðsfélögunum. Þetta hefur gengið vel hingað til og ég er mjög þakklátur fyrir alla hjálpina sem við höfum fengið," sagði Guðjón Valur.

„Barcelona er mjög gott lið en ég var líka í mjög góðu liði þegar ég spilaði með Kiel. Við fórum tvisvar á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar og urðum tvisvar sinnum þýskir meistarar. Þú vinnur ekki deildina í Þýskalandi nema ef að þú ert með virkilega gott lið. Þetta lið sem og Kiel-liðið eru bestu liðin sem ég hef spilað fyrir," sagði Guðjón Valur en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér.


Tengdar fréttir

Guðjón Valur: Það skiptir engu máli hvernig við komust á HM

Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson er gríðarlega ánægður með fréttirnar um að íslenska handboltalandsliðið verði með á HM í Katar í janúar. Framkvæmdastjórn Alþjóðahandboltasambandsins hleypti Íslandi inn bakdyramegin á mótið í kvöld.

Guðjón Valur í liði umferðarinnar í Meistaradeildinni

Þetta var góð helgi fyrir Guðjón Val Sigurðsson, fyrirliða íslenska handboltalandsliðsins og leikmann spænska stórliðsins Barcelona. Íslenska landsliðið komst inn á HM í Katar á föstudaginn og í morgun var Guðjón Valur síðan valinn í lið umferðarinnar í Meistaradeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×