Handbolti

Guðjón Valur og Vignir ekki með gegn Portúgal

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðjón Valur tognaði aftan í læri á æfingu á fimmtudaginn.
Guðjón Valur tognaði aftan í læri á æfingu á fimmtudaginn. vísir/valli
Íslenska handboltalandsliðið verður án fyrirliða síns, Guðjóns Vals Sigurðssonar, í leiknum gegn Portúgal í umspili um sæti á HM 2017 seinna í dag.

Guðjón Valur tognaði aftan í læri á æfingu á fimmtudaginn og er ekki leikfær. Sömu sögu er að segja af Vigni Svavarssyni sem er meiddur á hné.

Þetta staðfestir Óskar Bjarni Óskarsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, í samtali við mbl.is. Hann vonast til að Guðjón Valur og Vignir verði klárir fyrir seinni leikinn í Portúgal á fimmtudaginn.

Þetta er mikið áfall fyrir íslenska liðið sem þarf að ná í góð úrslit í leiknum í Laugardalshöll á eftir.

Leikurinn hefst klukkan 17:00 en hægt verður að fylgjast með honum í beinni textalýsingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×