Handbolti

Guðjón Valur markahæstur í stórsigri

Landsliðsfyrirliðinn í leik með Ljónunum.
Landsliðsfyrirliðinn í leik með Ljónunum. vísir/getty
Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur hjá Rhein-Neckar Löwen sem vann tólf marka stórsigur, 31-19, á HSC 2000 Coburg í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Jafnræði var með liðunum framan af fyrri hálfleik, en Rhein-Neckar breytti stöðunni úr 8-7 í 14-7. Staðan í hálfleik var svo 15-10.

Eftirleikurinn í síðari hálfleikurinn var svo nokkuð auðveldur fyrir Guðjón Val og félaga, en lokatölur urðu eins og áður segir, tólf marka sigur 31-19.

Guðjón Valur skoraði sjö mörk og var markahæstur, en næstur kom Andy Schmidt með sex mörk. Alexander Petersson skoraði tvö mörk.

Ljónin hafa unnið fyrstu tvo leikina sína og eru því með fjögur stig, en Coburg er með tvö stig eftir fyrstu tvo leikina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×