Handbolti

Guðjón Valur markahæstur í íslenska liðinu eftir riðlakeppnina | Vignir oftast út af

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Landsliðsfyrirliðinn er markahæstur Íslendinga á HM með 25 mörk.
Landsliðsfyrirliðinn er markahæstur Íslendinga á HM með 25 mörk. vísir/eva björk
Íslenska landsliðið í handbolta tryggði sér sem kunnugt er sæti í 16-liða úrslitum með þriggja marka sigri, 28-25, á Egyptalandi í gær.

Ísland endaði í 3. sæti C-riðils með fimm stig úr fimm leikjum en Frakkar unnu riðilinn með níu stig.

Eins og svo oft áður er Guðjón Valur Sigurðsson markahæsti leikmaður Íslands á mótinu með 25 mörk. Landsliðsfyrirliðinn skoraði 21 af þessum 25 mörkum í tveimur leikjum, gegn Alsír og Egyptalandi, en aðeins fjögur í hinum þremur leikjunum.

Alexander Petersson kemur næstur með 18 mörk og þar á eftir er Aron Pálmarsson með 17 mörk en hann missti af leiknum gegn Egyptum í gær.

Alls skoraði íslenska liðið 127 mörk í riðlakeppninni en aðeins Alsír skoraði færri í okkar riðli, eða 109 mörk.

Vignir hefur oftast verið sendur af velli.vísir/eva björk
Björgvin Páll Gústavsson varði 68 skot í leikjunum fimm, eða 37% af þeim skotum sem hann fékk á sig. Björgvin varði fimm vítaköst, þar af þrjú gegn Egyptalandi í gær.

Aron Rafn Eðvarðsson varði 11 skot í riðlakeppninni, eða 38% þeirra skota sem hann fékk á sig.

Björgvin spilaði mest allra leikmanna íslenska liðsins í leikjunum fimm, eða rúmlega 255 mínútur (fjóra klukkutíma, 15 mínútur og 29 sekúndur).

Alexander Petersson spilaði mest af útileikmönnum Íslands. Skyttan örvhenta spilaði í rúma fjóra klukkutíma (4:04,53).

Guðjón Valur, sem hefur jafnan verið efstur á listanum yfir flestar spilaðar mínútur hjá Íslandi á stórmótum, kemur næstur en hann hefur spilað í fjóra klukkutíma og rúma mínútu.

Það kemur kannski fáum að óvart að Vignir Svavarsson hefur fengið flestar brottvísanir í íslenska liðinu, eða átta talsins.

Bjarki Már Gunnarsson kemur næstur með sex brottvísanir og aldursforsetinn Sverre Jakobsson hefur fimm fengið að fjúka út af.

Íslensku strákarnir mæta Dönum klukkan 18:00 á morgun.vísir/eva björk
Mörk Íslands í riðlakeppninni:

Guðjón Valur Sigurðsson - 25 mörk

Alexander Petersson - 18

Aron Pálmarsson - 17

Ásgeir Örn Hallgrímsson - 13

Snorri Steinn Guðjónsson - 12

Róbert Gunnarsson - 11

Arnór Þór Gunnarsson - 10

Arnór Atlason - 6

Vignir Svavarsson - 4

Kári Kristján Kristjánsson - 4

Stefán Rafn Sigurmannsson - 3

Gunnar Steinn Jónsson - 3

Bjarki Már Gunnarsson - 1

Flestar mínútur spilaðar:

Björgvin Páll Gústavsson - 4:15,29

Alexander Petersson - 4:04,53

Guðjón Valur Sigurðsson - 4:01,36

Ásgeir Örn Hallgrímsson - 3:28,48

Aron Pálmarsson - 2:41,21

Arnór Þór Gunnarsson - 2:23,25

Snorri Steinn Guðjónsson - 2:11,14

Arnór Atlason - 2:03,34

Vignir Svavarsson - 1:53,40

Sverre Jakobsson - 1:51,48

Bjarki Már Gunnarsson - 1:38,00

Róbert Gunnarsson - 1:27,47

Stefán Rafn Sigurmannsson - 1:09,29

Aron Rafn Eðvarðsson - 33:35

Kári Kristján Kristjánsson - 31:03

Sigurbergur Sveinsson - 23:56

Gunnar Steinn Jónsson - 20:22

Ísland vann þriggja marka sigur á Egyptalandi í gær.vísir/eva björk
Markvarslan:

Björgvin Páll Gústavsson

68(6) varin skot (þar af víti)/185(17)=37%

Aron Rafn Eðvarðsson

11(1)/29(3)=38%

Flestar brottvísanir:

Vignir Svavarsson - 8x2 mínútur

Bjarki Már Gunnarsson - 6

Sverre Jakobsson - 5

Ásgeir Örn Hallgrímsson - 3

Alexander Petersson - 3

Stefán Rafn Sigurmannsson - 3

Róbert Gunnarsson - 2

Arnór Atlason - 2

Gunnar Steinn Jónsson - 1


Tengdar fréttir

Einkunnir Gaupa: Guðjón Valur í heimsklassa

Íslenska landsliðið tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum á HM í Katar með þriggja marka sigri, 28-25, á Egyptalandi í dag. Íslensku strákarnir sýndu styrk og rifu sig upp eftir hörmulegan leik gegn Tékklandi. Ísland mætir annað hvort Danmörku eða Póllandi í 16-liða úrslitunum.

Eru Egyptar að tapa viljandi?

Íslendingar leiða með fimm mörkum, 15-10, gegn Egyptum í lokaleik liðsins í riðlakeppni HM í handbolta í Katar.

Snorri Steinn: Getum strítt bæði Dönum og Pólverjum

"Mér fannst leikurinn þróast eins og ég átti von á. Það tók smá tíma að brjóta þá niður. Þeir eru erfiðir, spila 3-2-1 og eru hrikalega þéttir og það tók okkur smá tíma að lesa það. Svo fundum við góðar lausnir á því,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson leikstjórnandi Íslands eftir sigurinn á Egyptum í dag.

Arnór Atlason: Einum leik frá átta liða úrslitum

„Þetta er frábært á eftir allt sem á undan er gengið, fyrir mót og núna. Það er frábært að vera kominn áfram miðað við hver staðan var orðin,“ sagði Arnór Atlason eftir sigurinn á Egyptalandi í dag.

Vignir: Þetta var fínt ekki frábært

„Já bíddu fyrir þér. Manni líður töluvert betur í dag heldur en fyrir tveimur dögum,“ sagði glaðbeittur Vignir Svavarsson eftir sigurinn á Egyptalandi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×