Handbolti

Guðjón Valur fékk selfie með NFL-stjörnu

Guðjón og Stafford. Tveir frábærir íþróttamenn.
Guðjón og Stafford. Tveir frábærir íþróttamenn. mynd/instagram
Margir af íslensku landsliðsmönnunum í handbolta eru miklir NFL-aðdáendur.

Aron Pálmarsson var meðal áhorfenda á Wembley í dag er Detroit Lions vann ótrúlegan sigur á Atlanta Falcons eftir að hafa lent 21 stigi undir í leiknum.

Vinur hans og félagi í landsliðinu, Guðjón Valur Sigurðsson, komst ekki á leikinn en það var sárabót fyrir hann að hitta stórstjörnuna Matthew Stafford sem er leikstjórnandi Lions.

Guðjón Valur nýtti að sjálfsögðu tækifærið og tók eina selfie með Stafford og birti á Instagram-síðu sinni. Ekki kemur fram hvar þeir hittust en Guðjón var augljóslega ánægður með að hitta Stafford en hann var sjálfur að spila á móti handboltaliði Benidorm í dag.

Stafford var valinn fyrstur í nýliðavali NFL-deildarinnar árið 2009 og hefur staðið sig frábærlega í deildinni.

Missti af Lions-Falcons leiknum en náði í selfie með meistara Matthew Stafford!!! @aronpalm

A photo posted by Gudjon Valur Sigurdsson (@gudjonvalur9) on




Fleiri fréttir

Sjá meira


×