Handbolti

Guðjón Valur Evrópumeistari með Barcelona | Myndir

Guðjón Valur fagnar hér einu af sex mörkum sínum í leiknum.
Guðjón Valur fagnar hér einu af sex mörkum sínum í leiknum. vísir/getty
Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson fagnaði sigri í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn á sínum ferli þegar Barcelona lagði ungverska liðið Veszprem að velli, 28-23, í úrslitaleik.

Guðjón Valur átti mjög góðan leik, skoraði 6 mörk og lék hverja einustu mínútur í leiknum. Frábær árangur hjá Guðjóni Val en hann þurfti að sætta sig við annað sætið í fyrra þegar hann lék með Kiel til úrslita gegn Hamburg.

Barcelona vann þar með sinn níunda meistaradeildartitil í sögu félagsins. Fyrsti sigur félagsins í Meistaradeildinni kom árið 1991 en síðast vann liðið árið 2011.

Barcelona hafði yfirhöndina allan leikinn í dag og það var í raun aldrei spurning hvoru megin sigurinn endaði. Veszprem hefur á að skipa gríðarlega öflugu liði en varnarleikur Barcelona var góður og fyrir aftan vörnina var Daniel Saric. Hann reyndist Veszprem erfiður ljár í þúfu.

Enn ein rósin í hnappagatið hjá Guðjóni Val Sigurðssyni.

vísir/getty
vísir/getty
vísir/getty
vísir/getty
vísir/getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×