Handbolti

Guðjón og félagar heimsmeistarar

Guðjón fagnar með félögum sínum eftir leik.
Guðjón fagnar með félögum sínum eftir leik.
Barcelona, með Guðjón Val Sigurðsson í broddi fylkingar, tryggði sér í kvöld heimsmeistaratitil félagsliða.

Barcelona vann þá sannfærandi sigur, 34-26, á Al Sadd frá Katar í úrslitaleiknum. Al Sadd kom skemmtilega á óvart með því að leggja Flensburg í undanúrslitunum.

Leikmenn Al Sadd stóðu í spænska stórliðinu í fyrri hálfleik og munaði aðeins tveimur mörkum á liðunum í hálfleik, 16-14.

Börsungar stigu aftur á móti á bensínið í síðari hálfleik og keyrðu yfir heimamenn. Guðjón Valur skoraði fjögur mörk fyrir Barcelona í leiknum.

Flensburg tók síðan bronsið með því að leggja Al Jaish, 27-17, í leiknum um þriðja sætið.

Leikmenn Barcelona fagna í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×