Enski boltinn

Guðjón líkir Gylfa við Beckham: Þurfti að sækja hann út á völl og biðja hann um að hætta

Tómas Þór Þóraðrson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson hefur lagt gríðarlega mikið á sig á sínum ferli eins og David Beckham gerði.
Gylfi Þór Sigurðsson hefur lagt gríðarlega mikið á sig á sínum ferli eins og David Beckham gerði. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta, hóf atvinnumannaferil sinn hjá Reading á Englandi, en hann skaust upp á stjörnuhiminninn með frábærri frammistöðu í B-deildinni tímabilið 2009/2010.

Hann steig sín fyrstu skref í aðalliði þegar hann fór á lán til Shrewsbury á láni í október 2008 í einn mánuð, en í febrúar 2009 fékk Guðjón Þórðarson hann á láni til Crewe Alexandra í ensku C-deildinni.

Sjá einnig:Gylfi hefur mætt Neuer, Cech og De Gea en Gomes er besti markvörðurinn

Gylfi, sem var þá 19 ára gamall, stóð sig mjög vel með Crewe og skoraði þrjú mörk í 22 leikjum undir stjórn Guðjóns sem fer fallegum orðum um Gylfa í nýrri bók um landsliðsmanninn, Atvinnumaðurinn Gylfi Sigurðsson.

Í kaflanum Úr dreng í mann segir Guðjón frá því að Gylfi fékk alltaf far með honum á æfingar því hann vildi vera mættur snemma.

Guðjón Þórðarson fékk Gylfa Þór til Crewe.vísir/getty
„Hann fór fyrstur út á æfingasvæðið og var síðastur inn. Ég hef kallað „að að taka Beckham á hlutina“,“ segir Guðjón um Gylfa Þór.

„Við vorum með þrjá boltapoka með tíu boltum í. Gylfi tók alltaf einn pokann og var áfram eftir æfingu að reyna að bæta sig.“

Sjá einnig:Gylfi Þór: Skrítið að spila undir stjórn mesta grínarans í liðinu

„Daginn fyrir leik varð maður að fara og sækja hann út á völl og segja við hann að nú væri þetta komið gott en þá var Gylfi eins og krakki sem var að leika sér úti á velli. Hann hafði svo gaman að því sem hann var að gera,“ segir Guðjón Þórðarson.

Þessi lánssamningur varð kveikjan að upprisu Gylfa Þórs, en á næsta tímabili sló hann í gegn með Reading og var þaðan keyptur til Hoffenheim í Þýskalandi fyrir sjö milljónir punda. Meira um það má lesa í bókinni Atvinnumaðurinn Gylfi Sigurðsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×