Íslenski boltinn

Guðjón Baldvinsson á leið til Danmerkur

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Guðjón Baldvinsson í búningi Halmstad.
Guðjón Baldvinsson í búningi Halmstad. mynd/hbk.se
Sænska dagblaðið Hallandsposten greinir frá því í dag að framherjinn GuðjónBaldvinsson, leikmaður Halmstad, sé á leið til Danmerkur og tvö félög berjist um undirskrift hans.

Það eru Nordsjælland, sem ÓlafurKristjánsson tók við í sumar, og Esbjerg sem GunnarHeiðarÞorvaldsson og Arnór Smárason hafa áður spilað með.

Samningur Guðjóns hjá Halmstad rennur út eftir tímabilið, en hann gekk í raðir sænska liðsins 2012 og er á sínu þriðja tímabili þar.

Hann er búinn að skora fjögur mörk fyrir liðið í fimmtán leikjum í sænsku úrvalsdeildinni, en hann skoraði fimm mörk í 26 leikjum á síðustu leiktíð.

„Ég hef ekkert að segja um þetta. Það er ýmislegt í gangi,“ segir Guðjón í samtali við Hallandsposten.

Guðjón hefur áður sagt að þetta sé hans síðasta tímabil hjá Halmstad. Hann ætli að yfirgefa félagið eftir tímabilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×