Viðskipti innlent

Guðbjörg og Brynjólfur ráðin til KORTA

Samúel Karl Ólason skrifar
Guðbjörg Stefánsdóttir og Brynjólfur Gunnarsson.
Guðbjörg Stefánsdóttir og Brynjólfur Gunnarsson.
Fyrirtækið KORTA hefur ráðið þau Guðbjörgu Stefánsdóttur og Brynjólf Gunnarsson sem yfirmenn hjá fyrirtækinu. Þörf var á tveimur slíkum stöðum þar sem fyrirtækið hefur vaxið ört á síðustu misserum, samkvæmt tilkynningu. Þar segir að starfsfólki hafi fjölgað um um 60 prósent á ríflegu ári.

Nú starfa á fimmta tug manns hjá fyrirtækinu. KORTA, Kortaþjónustan hf. var stofnuð árið 2002 og sinnir færsluhirðingu á greiðslukortum í posakerfum og á netinu fyrir íslensk og erlend fyrirtæki.

Guðbjörg Stefánsdóttir hefur verið ráðin í starf rekstrar - og mannauðsstjóra KORTA. Hún er með B.ed í kennslu og Mastersgráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands. Guðbjörg er fyrrum framkvæmdastjóri Cintamani ásamt því að hafa víðtæka reynslu af mannauðsmálum og rekstrarráðgjöf fyrirtækja.

Eiginmaður Guðbjargar er Eiríkur Jóhannsson og eiga þau tvo stráka.

Brynjólfur Gunnarsson hefur verið ráðinn sem forstöðumaður Upplýsingatæknisviðs KORTA. Brynjólfur er kerfisfræðingur frá TVÍ, B.Sc í tölvunarfræði frá HR og MPM-Master of Project Management frá HÍ. Hann starfaði hjá Tryggingamiðstöðinni í rúm 20 ár sem kerfisfræðingur og forritari en einnig var hann forstöðumaður hugbúnaðargerðar. Brynjólfur var hjá Advania í tvö ár sem forstöðumaður Innri upplýsingatækni og hefur hann undanfarin tvö ár starfað sem framkvæmdastjóri Verkfæralagersins.

Brynjólfur er giftur Ástu Bjarnadóttur vátryggingarráðgjafa og þau eiga þrjú börn .






Fleiri fréttir

Sjá meira


×