Fótbolti

Guð bjargaði syni mínum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Frá slysstað. Það er með ólíkindum að fólk hafi lifað af.
Frá slysstað. Það er með ólíkindum að fólk hafi lifað af. vísir/getty
Faðir markvarðar brasilíska liðsins Chapecoense segir það vera kraftaverk að sonur hans hafi lifað flugslysið í Kólumbíu af.

Markvörðurinn Jakson Follmann var einn af þeim sex sem lifði flugslysið af.

„Það eru nánast engar líkur á að lifa af flugslys. Að sonur minn hafi lifað af er kraftaverk frá Guði,“ sagði faðirinn.

„Við höfum ekki enn talað við hann eða fengið upplýsingar um líðan hans. Það er okkur í fjölskyldunni mjög erfitt.“

Sjúkrahúsið í Kólumbíu hefur síðar staðfest að markvörðurinn hafi misst hægri fótlegginn. Annars sé hann í stöðugu ástandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×