Enski boltinn

Guardiola hefur ekki áhuga á Man. City

Pep Guardiola.
Pep Guardiola. vísir/getty
Það er talsvert slúðrað um það þessa dagana að Pep Guardiola, þjálfari Bayern, eigi að taka við af Manuel Pellegrini hjá Man. City.

Það er afar heitt undir Pellegrini þessi misserin eftir dapurt gengi hjá City upp á síðkastið. Liðið er fimm stigum á eftir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni og stendur illa að vígi gegn Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Þó svo Pellegrini hafi unnið tvo titla á sínu fyrsta ári hjá City þá er starf Sílebúans í hættu. Hann virðist þó ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að Guardiola sé að reyna stela starfinu af honum.

„Ég er mjög ánægður hjá Bayern. Þetta er frábært félag. Ég vil standa við minn samning hérna og halda áfram að ná árangri. Það er enn eitt og hálft ár eftir af þeim samningi og ég sé mig alveg vera hér í fimm til sex ár í viðbót," sagði Guardiola.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×