Fótbolti

Guardiola: Verðum „drepnir“ ef við töpum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guardiola á blaðamannafundi.
Guardiola á blaðamannafundi. vísir/getty
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að sínir menn muni fá það óþvegið komist þeir ekki áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu.

Lærisveinar Guardiola fá verðugt verkefni í 16-liða úrslitunum þar sem þeir mæta Monaco, toppliðinu í Frakklandi.

„Það er ekki auðvelt að vera hérna. Ég vil sannfæra leikmennina um að njóta augnabliksins. Þetta er dásamlegt,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi fyrir leikinn á Etihad vellinum á morgun.

Guardiola segir að þótt City sé með sterkt lið sé það ekki sjálfgefið að það sé á þessum stað í Meistaradeildinni.

„Fólk má halda að við eigum að vera hérna en það eru mörg stór lið sem eru ekki hérna. Við erum heppnir. Okkur hefur gengið ágætlega undanfarin ár en í sögulegu samhengi höfum ekki oft verið hérna.“

Guardiola býst við harkalegum viðbrögðum ef hans menn komast ekki áfram.

„Allra augu verða á okkur til að greina okkur og „drepa“ okkur ef við vinnum ekki,“ sagði Spánverjinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×