Enski boltinn

Guardiola: Veit ekki hvað við munum gera

Dagur Lárusson skrifar
Pep Guardiola
Pep Guardiola vísir/getty
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, neitar að útiloka það að Alexis Sanchez komi til liðsins í janúarglugganum.

Manchester City reyndu hvað þeir gátu að fá leikmanninn síðasta sumar en Arsenal vildu ekki selja nema fyrir rétta upphæð. Sanchez verður þó samningslaus næsta sumar og því mun Arsenal að öllum líkindum missa hann frítt ef þeir selja hann ekki í janúar.

„Góð spurning, það er ástæðan fyrir því afhverju þú ert hér,“ sagði Guardiola við spurningunni um það hvort hann ætli að eltast við Alexis í janúar.

„Janúarglugginn er að vetri til svo ég veit ekki hvað ég get sagt, ég veit í raun ekki alveg hvað við munum gera, en hann er frábær leikmaður.“

Manchester City mætir Tottenham klukkan 17:30 í dag.


Tengdar fréttir

Guardiola: Blindur maður sér hversu góður Silva er

David Silva skoraði tvívegis þegar Manchester City vann 0-4 útisigur á Swansea City í ensku úrvalsdeildinni í gær. Þetta var fimmtándi sigur City í röð sem er met í efstu deild á Englandi.

Guardiola bestur þriðja mánuðinn í röð

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var valinn stjóri nóvember-mánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Þetta er þriðji mánuðurinn í röð sem Guardiola hlýtur þessa viðurkenningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×