Enski boltinn

Guardiola: Touré spilar ekki fyrr en hann biðst afsökunar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guardiola seldi Touré frá Barcelona 2010 og Fílbeinsstrendingurinn virðist einnig vera á förum frá City núna.
Guardiola seldi Touré frá Barcelona 2010 og Fílbeinsstrendingurinn virðist einnig vera á förum frá City núna. vísir/getty
Yaya Touré mun ekki spila fyrir Manchester City fyrr en hann biðst afsökunar á ummælum umboðsmanns síns.

Dimitri Seluk, umboðsmaður Touré, lét Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Man City, heyra það eftir að hann valdi Touré ekki í Meistaradeildarhóp liðsins.

Seluk sagði að Guardiola hefði niðurlægt Touré og skoraði á að hann viðurkenna mistök sín tækist City ekki að vinna Meistaradeild Evrópu.

Þessi framhleypni umboðsmannsins mæltist ekki vel fyrir hjá Guardiola sem ætlar ekki að velja Touré fyrr en hann biður félagið og leikmenn þess afsökunar á ummælum Seluk. Hann vill einnig fá afsökunarbeiðni frá umboðsmanninum.

Touré hefur aðeins komið við sögu í einum leik á tímabilinu en dagar hans hjá City virðast taldir.

Fyrr í dag tilkynnti hinn 33 ára gamli Touré að hann væri hættur að leika með landsliði Fílabeinsstrandarinnar. Hann lék 102 landsleiki og skoraði 19 mörk á árunum 2004-16. Touré varð Afríkumeistari með Fílabeinsströndinni í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×