Enski boltinn

Guardiola: Kannski tekur þetta lengri tíma

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, horfði upp á sína menn steinliggja, 4-2, fyrir Englandsmeisturum Leicester City í dag.

Leicester var komið í 3-0 eftir 20 mínútna leik og eftir það var róðurinn þungur fyrir Man City. En hvaða skýringar átti Guardiola á þessari slæmu byrjun sinna manna?

„Þeir unnu seinni boltann og skoruðu frábær mörk. Mistök eru stór þáttur í fótbolta og voru það sérstaklega í dag,“ sagði Guardiola í samtali við BBC eftir leikinn á King Power vellinum í dag.

„Ég mun aldrei kvarta í mínum leikmönnum heldur líta inn á við og greina það af hverju við eigum í vandræðum með að verjast öðrum boltanum. Leikur okkar er ekki slakur en við eigum í miklum vandræðum inni í eigin vítateig.“

Eftir frábæra byrjun á tímabilinu hefur ekki gengið vel hjá Man City að undanförnu. Guardiola segir að liðið þurfi kannski meiri tíma til að aðlagast leikstíl hans.

„Þetta gerðist mjög hratt í byrjun. Kannski tekur það lengri tíma að breyta hugarfarinu og því sem við viljum breyta,“ sagði Spánverjinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×