MÁNUDAGUR 27. MARS NÝJAST 11:30

Draumur rćttist hjá John Arne Riise á Anfield um helgina

SPORT

Guardiola: Gleymdum ađ spila fótbolta í fyrri hálfleik

 
Fótbolti
22:32 15. MARS 2017
Pep Guardiola lćtur sína menn heyra ţađ í kvöld.
Pep Guardiola lćtur sína menn heyra ţađ í kvöld. VÍSIR/GETTY

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, horfðu upp á sitt lið falla út úr Meistaradeildinni í kvöld. Hann gagnrýndi liðið fyrri hálfleikinn en hrósaði sínum mönnum fyrir þann síðari.

„Við spiluðum frábærlega í seinni hálfleiknum en við gleymdum að spila fótbolta í fyrri hálfleik. Við ætluðum okkur að verjast af grimmd. Við vorum miklu betri í seinni hálfleiknum en það var ekki nóg,“ sagði Pep Guardiola við BT Sport.

„Vanalega erum við að spila góðan fótbolta en við gerðum það ekki í kvöld. Við lærum af þessu. Þetta lið hefur ekki mikla reynslu,“ sagði Guardiola.

„Við sköpuðum samt færi í seinni hálfleiknum en við nýttum þau ekki og þessa vegna erum við úr leik. Föstu leikatriðin eru líka svo mikilvægi á þessu stigi keppninnar. Barcelona og Real Madrid skoruðu bæði mörk úr föstum leikatriðum í síðustu viku. Við vorum ekki til staðar í okkur föstu leikatriðum og við vorum ekki staðar í fyrri hálfleiknum,“ sagði Guardiola.

„Við munum bæta okkur en þessi keppni krefst svo mikils. Stundum þurfa lið bæði að vera sérstök og heppin. Við vorum það ekki í kvöld,“ sagði Guardiola.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Guardiola: Gleymdum ađ spila fótbolta í fyrri hálfleik
Fara efst