Innlent

Grunur um skattsvik sem nema á annað hundruð milljónum króna

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Aðgerðin er ein sú umfangsmesta sem Ríkisskattstjóri hefur ráðist í.
Aðgerðin er ein sú umfangsmesta sem Ríkisskattstjóri hefur ráðist í. Vísir/Anton
Ríkisskattstjóri og lögregla lokuðu í vikunni starfsstöðvum fyrirtækis í byggingarstarfsemi á Suðurnesjum og í Reykjavík en ástæðan er sú að fyrirtæki hafði hvorki greitt virðisaukaskatt né skilað staðgreiðslu til ríkisins af launum starfsfólks. Talið er að skattsvikin nemi á annað hundruð milljónum króna.

Greint er frá málinu í Morgunblaðinu í dag en þar segir að um sé að ræða undirverktaka í byggingarframkvæmdum sem nú fara fram við Bláa lónið. Í blaðinu kemur fram að alls var rúmlega 30 starfsmönnum fyrirtækisins vísað af starfsstöðvum annars vegar í Reykjavík, þar sem allt að 20 manns voru sendir heim, og hins vegar á Suðurnesjum þar sem 12 starfsmönnum var vísað burt.

Sigurður Jensson, yfirmaður eftirlitssviðs Ríkisskattstjóra, segir í samtali við Morgunblaðið að um sé að ræða eina stærstu aðgerð sem stofnunin hafi ráðist í en sex starfsmennn Ríkisskattstjóra komu að henni auk þriggja til fjögurra lögreglumanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×