Innlent

Grunur um nauðgun á Hótel Plaza: Maðurinn yfirheyrður í Bandaríkjunum

Birgir Olgeirsson skrifar
Maðurinn sem er grunaður um nauðgun var yfirheyrður í Bandaríkjunum.
Maðurinn sem er grunaður um nauðgun var yfirheyrður í Bandaríkjunum. vísir/stefán
Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á meintri nauðgun á Hótel Plaza í Reykjavík aðfaranótt síðastliðins mánudags hefur verið unnin í samvinnu við lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum.

Lögreglu barst tilkynning vegna málsins fyrir hádegi á þriðjudag en þá hafði kona kært karlmann til lögreglu. Teknar voru skýrslur af fimm manns í tengslum við málið í kjölfarið en fljótlega kom í ljós að sá sem grunaður er um brotið var farinn af landi brott.

Kristján Ingi Kristjánsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir búið að yfirheyra manninn en það var gert út í Bandaríkjunum og í samstarfi við þarlend yfirvöld.

Að öðru leyti vildi Kristján Ingi ekki tjá sig um rannsókn málsins sem hann segir enn vera á frumstigi.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×