Innlent

Grunur um íkveikju á Vatnsstíg

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar

Gunur leikur á að kveikt hafi verið í mannlausu húsi við Vatnsstíg í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi.

Eins og Vísir greindi frá í gær var allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað á ellefta tímanum í gærkvöldi eftir að tilkynnig um eldinn barst. Mikill eldur logaði á efri hæð hússins þegar slökkviliðið kom á vettvang og teygði hann sig út um glugga.

Húsið var mannlaust þegar slökkviliðið kom á vettvang en það hefur staðið tómt um nokkurt skeið. Hópur hústökufólks lagði það undir sig í vor og hefur útigangsfólk stundum hafst þar við.




Tengdar fréttir

Hús á Vatnsstíg í ljósum logum

Hús á Vatnsstíg stendur í ljósum logum og leggur reykinn yfir miðbæinn, samkvæmt upplýsingum frá fréttamanni Vísis á staðnum. Eldurinn er á efri hæð hússins, en þetta mun vera sama hús og hústökufólk lagði undir sig fyrr á árinu.

Eldur á Vatnsstíg slökktur

Búið er að slökkva allan yfirborðseld í húsi á Vatnsstíg, sem stóð í ljósum logum fyrr í kvöld.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×