Erlent

Grunur um eiturefnaárásir í austurhluta London

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Lögreglan í London að störfum. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Lögreglan í London að störfum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Lögreglan í Newham rannsakar nú hugsanlegar eiturefnaárásir í Stratford í austurhluta London. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu lögreglunnar í London er talið að sex einstaklingar hafi orðið fyrir slíkri árás í kvöld.

Lögreglu barst tilkynning um klukkan átta í kvöld að staðartíma og er talið að hópur manna hafi átt þátt í árásinni og sprautað sýru á fólk. Einn einstaklingur hefur verið handtekinn í tengslum við málið en lögregla gat ekki gefið upp fleiri upplýsingar að svo stöddu.

Eiturefnaárásirnar eru ekki rannsakaðar sem hryðjuverk sjúkrabílar, slökkvilið og lögregla tóku þátt í aðgerðum í kvöld. Lögreglan er enn á vettvangi en ekki hefur verið gefið upp hvaða skaðlegu efni voru notuð í þessar árásir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×