Innlent

Grunur um að kona hafi verið frelsissvipt í Grafarholti

Atli Ísleifsson skrifar
Sjónarvottar segja fjölda lögreglumanna hafa mætt á staðinn.
Sjónarvottar segja fjölda lögreglumanna hafa mætt á staðinn. Vísir/Anton
Lögregla handtók karlmann um fimmtugt í íbúð við Þórðarsveig í Grafarholti um klukkan átta í kvöld.

Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var maðurinn handtekinn vegna gruns um að kona hafi verið frelsissvipt í íbúðinni „í stutta stund“.

Sjónarvottar segja fjölda lögreglumanna hafa mætt á staðinn. Þannig voru tveir lögreglubílar, tvö lögreglubifhjól og sjúkrabíll á vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×