Innlent

Grunur um að bílaleiga hafi brotið lög

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá Suðurlandsvegi.
Frá Suðurlandsvegi. vísir/andri marinó
Lögreglumenn á Hvolsvelli höfðu á dögunum afskipti af ökumanni vegna hraðaksturs. Hann sagðist hafa tekið bifreiðina á bílaleigu hjá höfuðborgarsvæðinu en við eftirgrennslan lögreglu kom í ljós að bifreiðin reyndist ekki skráð sem bílaleigubifreið og ekki með viðeigandi tryggingar.

 

Fram kemur á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi að grunur leiki á að forsvarsmenn viðkomandi bílaleigu hafi brotið lög um bílaleigur. Verður málið því tekið til frekari rannsóknar.

Þá var erlendur ferðamaður kærður fyrir utanvegaakstur í Landmannalaugum. Honum var gert að greiða 100 þúsund krónur í sekt. Lögreglunni á Höfn í Hornafirði bárust auk þess tvær tilkynningar um utanvegaakstur við Fjalljökul en ekki náðist í ökumennina sem þar voru að verki.

Lögreglunni var svo tilkynnt um slys á ellefu einstaklingum í vikunni þar sem fólk beinbrotnaði vegna falls eða hlaut minniháttar áverka af ýmsum ástæðum. Þá voru 35 kærðir fyrir hraðakstur í vikunni sem leið og átta minniháttar þjófnaðarmál voru kærð til lögreglu.

Helstu verkefni lögreglunnar á Suðurlandi vikuna 25. til 31. ágúst 2015.Mikið álag hefur verið á lögregluliðinu á Suð...

Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Monday, 31 August 2015

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×