Innlent

Grunuð um hrottalega líkamsárás

Foringi Hells Angels og þrír aðilar til viðbótar sem allir tengjast samtökunum voru í dag úrskurðuð í áframhaldandi gæsluvarðhald en þau eru grunuð um aðild að hrottalegri líkamsárás í hafnarfirði skömmu fyrir jól.

Fjórmenningarnir, þrír karlar og ein kona, voru allir fluttir fyrir héraðsdóm reykjavíkur í dag en dómarinn þar féllst á kröfu lögregl um framlengingu varðhaldsins til 14 mars.

Málið snýst um árás pars á konu í hafnarfirði sem mun hafa verið sérlega hrottaleg og var konan meðvitundarlaus þegar komið var að henni. Mun hafa verið reynt að klippa fingur af henni og hlaut hún mikla áverka.

Eftir að sú árás var tilkynnt til lögreglu og parið hafði verið handtekið var aftur ráðist á konuna og þá voru Einar og að fleiri aðilar tengdir Hells Angels. Hann er samkvæmt því sem fréttastofu grunaður af lögreglu um að hafa fyrirskipað árásina. sem mun eiga sér rætur persónulegum deilum. Einar Marteinsson neitar að eiga nokkurn þátt í málinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×