Innlent

Grundfirðingar fari sparlega með rafmagn eftir að eldingu laust niður í raflínu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Búast má við rafmagnstruflunum á meðan viðgerð stendur yfir.
Búast má við rafmagnstruflunum á meðan viðgerð stendur yfir. Vísir/Stefán
Bilun varð á 66kV flutningslínu Landsnets milli Vegamóta og Vogaskeiðs kl 08:33 í morgun þegar eldingu laust niður í línuna. unnið er að viðgerð á línunni.

Rafmagn er komið á hluta af Grundarfirði og allan Stykkishólm og nærsveitir með keyrslu á varaafli. Grundfirðingar eru vinsamlega beðnir að fara sparlega með rafmagnið.

Búast má við rafmagnstruflunum á meðan viðgerð stendur yfir.


Tengdar fréttir

Veðurvaktin í beinni

Hér verða allar helstu upplýsingar um færð og veður á landinu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×