Innlent

Grunaður um umfangsmikil fjársvik í flugvélum

Samúel Karl Ólason skrifar
Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni er hann talinn tengjast erlendum glæpasamtökum sem svíkja út dýran lúxusvarning um borð í flugvélum og selja á götum úti erlendis.
Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni er hann talinn tengjast erlendum glæpasamtökum sem svíkja út dýran lúxusvarning um borð í flugvélum og selja á götum úti erlendis. Vísir/Stefán
Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú umfangsmikið fjársvikamál. Málið kom upp á laugardaginn 13. ágúst og er einn í gæsluvarðhaldi. Hann mun hafa komið oft hingað til lands og er grunaður um að hafa greitt fyrir flugferðir og vörur í flugvélum með stolnum kredikortaupplýsingum.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni er hann talinn tengjast erlendum glæpasamtökum sem svíkja út dýran lúxusvarning um borð í flugvélum og selja á götum úti erlendis.

Hann hefur komið við sögu lögregluyfirvalda erlendis vegna samskonar brota og hefur viðurkennt brot sín að hluta til. Rannsókn málsins miðar vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×